28.04.2011 20:02

Íslenska rokið

21 m/sÍslendingar eru svo sem ekki óvanir roki og rigningu, þó menn kysu annan árstíma fyrir belginginn. Stormviðri í apríl með brimgangi eru heldur ekki nýlunda þó fátíð séu. 13.apríl 1926 voru nokkrir Bakkabátar hætt komnir í veðri sem þessu, en um það má lesa hér. Í dag var enn eitt stormviðrið, en aðeins fáir dagar eru liðnir frá sunnanveðrinu nú um páskana. Mestur vindur var ASA 21 m/s samkv. veðurstöðinni hér og hviður um 27 m/s. Veðurglöggir menn spá nú sumri og sól með hægum andvara á Bakkanum frá og með næsta þriðjudegi og telja mestar líkur á að þetta einkennandi sumar-staðviðri við sjávarsíðuna muni haldast  með minniháttar skúrum vel fram í júnímánuð.

Flettingar í dag: 206
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 1863
Gestir í gær: 241
Samtals flettingar: 381150
Samtals gestir: 43190
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 00:07:28