17.04.2011 17:23
Lesið á Bakkanum
Um og eftir 1890 var starfandi lestrarfélag á Eyrarbakka, hét það um skeið Lestrarfélag Árnessýslu, þá lestrarfélag Eyrarbakka og lánaði út bækur á sunnudögum (Lestrarfélagið "Fróði" var einnig til). Lestrarfélögin voru fyrsti vísír að almenningsbókasafni sunnanlands ásamt bókasafni Lefolii-verslunar og bókasafni Barnaskólans. Um aldamótin 1900 voru húsakynni heldur bágborin til varðveislu bóka og og lágu þær oft undir skemdum. U.M.F.E. stofnaði síðan bókasafn árið 1927. Safnið var vistað lengst af í Læknishúsinu, en um aldmótin 2000 var það flutt í Blátún og heitir nú "Bókasafn Árborgar". Þegar prentsmiðja Suðurlands var stofnuð á Eyrarbakka 1910 voru m.a. prentaðar þar bækur og eru nokkrar þeirra nú til sýnis í bókasafni Árborgar á Eyrarbakka. Bókasafnið er mikið notað af heimamönnum ennþann dag í dag og er nú einnig á vefnum og facebokk.