11.04.2011 22:36

Borað eftir sjónum

Borað í brimi
Verið er að bora eftir sjó á Bakkanum, en það er nýsköpunarfyrirtækið Sæbýli sem  er þessa dagana að setja upp þróunarsetur fyrir starfsemi sína á Eyrarbakka þar sem framtíðar heimili þess verður. Fyrirtækið er að standsetja sæbjúgnaeldisver um þessar mundir og mun selja þurrkuð sæbjúgu á kínverskan markað. Fyrirtækið byggir á grunni 20 ára þekkingarsöfnunar á sæeyrnaeldi og hefur þróað sjálfbært eldiskerfi (SustainCycle ) fyrir botnlæg sjávardýr eins og japönsk sæbjúgu, sæeyru eða ígulker.  

Heimild:Iðnaðarráðuneytið

Flettingar í dag: 1817
Gestir í dag: 240
Flettingar í gær: 686
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 380898
Samtals gestir: 43186
Tölur uppfærðar: 1.4.2025 23:46:26