07.03.2011 23:18
Einar í Útgörðum
Einar Loftsson í Útgörðum var fátækur maður. Einhverju sinni fór hann út á Bakka og teimdi sína einu bikkju og var hún með einhverjum baggaskjöttum á. Mætir þá honum maður nokkur og segir við hann. " Hún er ekki löng lestin þín Einar minn". "Onei" sagði Einar, "ég hermmdi ekki nema í þessa einu bikkju úr stóðinu mínu í morgun".
Heimild: Austantórur.
Skrifað af oka
Flettingar í dag: 3951
Gestir í dag: 249
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 447453
Samtals gestir: 46224
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 17:40:54