04.01.2011 00:21
Bakkakonur-Ingileif
Ingileif Eyjólfsdóttir f. 15.10. 1885 kom á Bakkann árið 1907 er hún gerðist bústýra hjá Ágústínusi vagnstjóra (Kallaður Ágúst) Daníelssyni í Steinskoti sem þá var hjáleiga frá Háeyri í tíð Guðmundar Ísleifssonar. Þau giftust síðar. Hún segir svo frá flóðinu mikla 1925:
Í febrúar 1925 gerði feykilega hafátt og varð svo mikið flóð að sjórinn gekk óbrotinn inn í Hópið og upp á glugga í Steinskoti og allt í kríngum bæinn. Það braut á bænum eins og skeri í hafinu, og svo mikið var sædrifið að ekki sást til barnaskólanns. Stórgrýtið úr sjógarðinum dreifðist um öll tún og girðingar eiðilögðust. Símastaur sem lá suður í kampi flaut upp í hraun. Um þetta orti einn drengur í barnaskólanum vísu sem er svona:
Nú er dapurt drengjum hjá,
dimmt að vaka sjónum á.
Nú er hríðin næsta dimm
1925.
Heimild: Guðmundur Daníelsson- Þjóð í önn 1965