17.12.2010 23:00

Norðan belgingur

Stækka kortiðMikið norðan hvassviðri gekk yfir landið í dag. Hér á Bakkanum var brostinn á stormur á milli kl.18 og 19 í kvöld og fóru stakar vindhviður í tæpa 30m/s. Heldur hefur lægt með kvöldinu en þó er enn bálhvasst.

Eins og sjá má hér á kortinu er norðurálfa nær alhvít af snjó og á það einnig við um ísland þó svo við séum á auðum depli hér suðvestanlands. Þá má greina hvernig íslands forni fjandi (gulur) læðist að Vestfjörðum og suður með Grænlandi. Hægt er að stækka myndina með því að smella á hana.

Flettingar í dag: 755
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 1863
Gestir í gær: 241
Samtals flettingar: 381699
Samtals gestir: 43195
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 00:28:28