16.12.2010 00:12

Bjargvættir

Magnús MagnússonMagnús Magnússon (Hús-Magnús) var meðal mestu sjósóknara og aflamanna á Eyrarbakka og fór mikið orð af því, hversu mikill snillingur hann væri við brimsundin. Um eða eftir 1880 byrjaði Magnús formennsku sína, þá ungur að árum. Vertíðina 1883 lenti hann með skipshöfn sína í útilegu í mannskaðaveðri því, sem þá skall snögglega yfir þann 29. mars og villtust tvær skiþshafnir þá í svartnættisbyl í fjörunum framundan Gamla-Hrauni. Þá var 15-16 stiga frost, ofsarok og svartnætti af byl, en ládauður sjór. Þarna höfðust þessar tvær skipshafnir við í fullan sólarhring. Voru sumir mennimir illa útleiknir, og sumir lágu á eftir um lengri tíma í kali. Hin skipshöfnin sem fyrir þessu varð, var skipshöfn Magnúsar Ingvarssonar, sem lengi var merkur formaður á Eyrarbakka. Þessa vertíð, snemma í marsmánuði, drukknaði einn af aflasælustu formönnum, er þá voru á Eyrarbakka, Sigurður Gamalíelsson frá Eyfakoti og fjórir hásetar með honum, en fimm eða sex bjargaði Magnús Ingvarsson. Þetta sjóslys mun hafa orðið á Einarshafnarsundi, nálægt stórstraumsfjöru.
 

 

Árið 1891 varð Jón Jónsson "frá Fit" fyrir slysi á "Rifsósnum" og missti þrjá háseta sína,

en honum sjálfum og 6-7 öðrum bjargaði Magnús Magnússon. 1894 drukknuðu þrír menn af skipshöfn Eiríks Ámasonar frá Þórðarkoti, en honum og 6-7 öðrum bjargaði einnig Magnús Magnússon, og eftir þessa síðari björgun fékk hann heiðursviðurkenningu, sem voru 9 verðlaunapeningar, og skipshöfn hans einhverja litla þóknun. Þetta slys varð á Einarshafnarsundi.
 

 

Sunnlenskt áraskip með seglumÁrið 1886 fórst öll skipshöfn Sæmundar Bárðarsonar, 14 alls. Þetta slys varð út af Rifsós og gerðist með svo sviplegum hætti, að björgun var ómöguleg. Rúmri viku eftir að Magnús bjargaði Eiríki Árnasyni og meiri hlutanum af skipshöfn hans, drukknaði Páll Andrésson formaður frá Nýjabæ og einn háseta hans, einnig á Einarshafnarsundi. Skipshöfninni bjargaði að öðru leyti Guðmundur Steinsson skipasmiður í Einarshöfn, og mun hann hafa fengið einhverja viðurkenningu eins og Magnús Magnússon.
 

Guðmundur ÍsleifssonMagnús varð frægur fyrir björgunina af hinum tveim skipum með svo stuttu millibili, eins og að framan greinir samtals 16 mönnum. Þegar Guðmundur Ísleifsson kom að Einarshafnarsundi, spurði hann Ólaf Gíslason, er lá við sundið er  hann kom þar meðan stóð á björgun skipshafnar Eiríks, "Hver mun hafa bjargað"- Ólafur svaraði "það hefur víst verið Hús-Magnús eins og vant er". Einn af hásetum Eiríks sem bjargaðist, var fastur í skipinu og flæktur í fiskilóðum. Þegar öllum öðrum sem ekki hafði tekið út og horfið í sjónum sem fyllt hafði skipið, hafði verið bjargað, beið Magnús þar til lag kom og stýrt að skipi Eiríks, er var fullt af sjó, fengið öruggum manni stýrið, en stokkið sjálfur upp í með hníf og skorið með miklu snarræði sundur lóðirnar er héldu manninum föstum og bjargaði honum svo yfir í skip sitt.

 

 Talið er að Hús-Magnús hafi bjargað um 30 sjómönnum á ferli sínum.
Heimild: Sigurður Þorsteinsson í Sjómannablaðinu Víkingi 1.tbl.1950
Hús-Magnús ()

 

Flettingar í dag: 1296
Gestir í dag: 247
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261586
Samtals gestir: 33874
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 21:00:07