13.12.2010 23:58

Er myndin frá Eyrarbakka?

Er myndin frá Eyrarbakka?
Í ritinu Samvinnan 1.10.1955 er þessi mynd sögð vera frá Eyrarbakka, en ekki er tiltekið hvar þessi hús hefðu átt að standa né á hvaða tíma myndin er tekin. Á myndinni sjást nokkrir karlar, fremstur með barðastóran hatt. Maður virðist standa við dyrnar og tvö börn í dyragættinni. Maður með kaskeiti við húshornið og annar í stiga á þaki. Fleira fólk virðist vera á myndinni en mjög ógreinilegt. þá standa rekaviðardrumbar upp við bæjarhleðslurnar sem virðast freka vera grjóthleðslur en torfhleðslur. Um er að ræða tvíbýli og ekki ósvipað byggingalagi Óseyrarnes bæjanna.
Sögð tekin við Húsið
Í sama riti er þessi mynd sögð tekin við Húsið á Eyrarbakka þar sem heldri menn sitja að sumbli, en kona og börn standa í dyrum. Myndin er þó örugglega ekki tekin við Húsið því augljóslega er um minna bæjarhús að ræða sem virðist standa tiltölulega stakt með flatlendið í bakgrunni.

Flettingar í dag: 4565
Gestir í dag: 267
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 448067
Samtals gestir: 46242
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 20:34:10