04.12.2010 20:46

Leikfélagið á Eyrarbakka

Úr Manni og Konu, Guðrún, Sigurveig og Kjartan.Leikfélag var stofnað formlega á Eyrarbakka 1943. Þetta var áhugamannaleikhús með 9 leikurum, 5 körlum og 4 konum. Meðal leikara og vildarvina Leikfélagsins voru Guðrún Bjarnfinnsdóttir, Kjartan Ólafsson, Sigurveig Þórarinsdóttir, Guðmundur Þorvaldsson, Helga Guðjónsdóttir, Kristján Guðmundsson og Lárus Andersen. Félagið var mjög virkt fram á 6. áratug síðustu aldar.

Með vinsælustu sýningum félagsins var "Lénharður fógeti" eftir Einar H Kvaran og undir leikstjórn Ævars Kvaran. Aðstaða  leikfélagsins var í samkomuhúsinu "Fjölni" á Eyrarbakka. Leiklist ýmiskonar var þó stunduð á Bakkanum löngu fyrr eða frá 1880.
sr. Þorvarður Þorvarðsson síðar prófastur í Vík, dvaldi á Eyrarbakka um eða fyrir 1890 og stóð þá að sjónleikjahaldi á Bakkanum og samdi sjálfur leikrit.

Flettingar í dag: 206
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 1863
Gestir í gær: 241
Samtals flettingar: 381150
Samtals gestir: 43190
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 00:07:28