22.11.2010 01:37
Ýlir eða Frermánuður
Annar mánuður vetrar heitir Ýlir (um tíma nefndur Ýlir hinn fyrri) og hefst alltaf á mánudegi. er talið af sumum að nafnið sé dregið af gotneska orðinu "Jiuleis", sem er skylt orðinu" jól" eða Jólmánuður sem endar á "höggunótt" þ,e, aðfararnótt "Þorra". Þannig að 2 og 3 mánuður vetrar hafa um tíma borið sama nafn og er sá ruglingur líklega til orðin vegna tilfærslu jólanna eftir krisnitöku. Í Heiðni heitir 3. mánuður vetrar "Ýlir" (um tíma Ýlir hinn síðari) og endar á höggunótt en einnig nefndur "Mörsugur". Í Eddu heitir 2. mánuður vetrar "Frermánuður" þ.e. frostmánuður.
Heimild Reykjavík 9.árg.1908/Ingólfur 7.tbl 1909/Wikipedia