23.09.2010 00:45

Sendu flöskupóst og báðu um olíu

Einhverju sinni löngu fyrir tíma ritsímans bar svo við að olíulaust var í Vestmannaeyjum, en í þá tíð var steinolía notuð til lýsingar. Var þá brugðið á það ráð að senda flöskupóst til Sigurðar bónda á Skúmstöðum á Eyrarbakka og biðja hann um að útvega Bryde versluninni í Eyjum þessar nauðþurftir. Þetta fór þannig fram að bréfið var sett í flösku og alinn að munntópaki með handa þeim sem fyndi flöskuna. Flöskuskeytinu var svo kastað í sjó í austan stormi og með réttu falli. Þannig var oft komið boðum milli lands og Eyja og gekk það furðu fljótt. Það er skemmst frá því að segja að að bréfið komst til skila og Eyjamenn fengu olíuna.


Heimild: Frjáls Verslun 12.tbl 1940
Flettingar í dag: 4767
Gestir í dag: 270
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 448269
Samtals gestir: 46245
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 20:55:33