11.09.2010 23:29

Björgunarbátur vígður

Gaui Páls
Björgunarbáturinn Atlantic75 sem björgunarsveitin Björg keypti nýlega að utan var vígður í dag með viðhöfn á Vesturbúðarhól og hlaut báturinn nafnið "Gaui Páls" eftir Guðjóni Pálssyni er lengi var formaður sveitarinnar. En það voru þeir heiðursmenn Jóhann Jóhannsson og Hlöðver Þorsteinsson sem afhjúpuðu nafn bátsins. Núverandi formaður sveitarinnar Guðjón Guðmundsson hélt tölu, en síðan blessaði sr. Sveinn Valgeirsson bátinn. Að lokinni athöfn var boðið upp á veitingar í Skýlinu. Björgunarsveitin Björg var stofnuð 21.desember 1928 en áður hafði Bergsteinn Sveinsson í Brennu verið skipaður umboðsmaður SVFÍ á Eyrarbakka.
"Gaui Páls" skal hann heita.  Gaui Páls við björgunarbátinn

Flettingar í dag: 4767
Gestir í dag: 270
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 448269
Samtals gestir: 46245
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 20:55:33