18.08.2010 09:37

Slátra í nafni Allah

Verður þessi að HALAL-kjöti?Einn helsti dilkakjötsverkandi landsinns hyggst taka upp svokallaða HALAL slátrun á öllu sláturfé í haust samkvæmt heimildum . HALAL slátrun er sú aðferð sem múslimar samþykkja til að mega neyta kjötsins, og  felst því í þessu nokkur gróðavon fyrir kjötframleiðsluna, enda múslimar ákaflega sólgnir í kindakjöt. Halal-slátrun allra dýra (sem og  fiska) fellst í því að skera á slagæð á hálsi dýrsins lifandi og tæma það  öllu blóði, enda er blóð með öllu bannað til matar á múslimskum heimilum. Meðan dýrinu er að blæða út má ekki meðhöndla það á nokkurn hátt. Slátrunin er álitin trúarleg athöfn og áður en sauðurinn er skorinn eru þessi orð viðhöfð í heyranda hljóði: "Í nafni Allah, hins náðuga, hins miskunnsama". Gallin er hinsvegar sá ef rétt er, að bæði kristnir sem heiðnir verða að sætta sig við HALAL- kjöt, blessað Allah á borðum sínum um jólin, kjósi þeir á annað borð lambasteik.

Flettingar í dag: 4767
Gestir í dag: 270
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 448269
Samtals gestir: 46245
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 20:55:33