15.08.2010 23:00

Fjölmargir sóttu Bakkan heim

Margir mættu á gúmmískómFjöldi fólks var á Aldamótahátíðinni á Eyrarbakka, einkum á laugardeginum, en þá var veður skaplegt. Margir viðburðir voru á dagskrá sem hófst með skrúðgöngu frá barnaskólanum. Á Gónhól var slegið upp hlöðuballi fyrir fullu húsi þar sem Klaufarnir héldu uppi fjörinu. Dagskránni var fram haldið í dag, en mikil rigning setti mark sitt á hátíðarhöldin. Um hádegi var úrkomumagnið 4,5 mm á klukkustund í austan strekkingi. Hátíðinni lauk svo í kvöld með flugeldasýningu sem björgunarsveitin stóð fyrir við Gónhól.


Flettingar í dag: 4767
Gestir í dag: 270
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 448269
Samtals gestir: 46245
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 20:55:33