21.07.2010 10:20

Stundum gerir bakkabrim


Það bætist senn við veitingahúsaflóruna á Eyrarbakka, því innan skams mun opna nýtt kaffihús "Bakkabrim" sem staðsett er í fjörunni við höfnina. Það er Arna Ösp Magnúsdóttir sem mun bjóða ferðalöngum og heimamönnum upp á kaffisopa og meðlæti eftir göngutúrinn í fjörunni. Fjaran á Eyrarbakka er vinsælt útivistarsvæði með brimsvorfnum skerjum og ríkt af fuglalífi. Algengt er að fólk komi í fjöruna til þess að tína skeljar og kuðunga sem hægt er að nota í alskonar punt heimafyrir og njóta sjávarlofts og brimóms um leið.

Flettingar í dag: 2350
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 1863
Gestir í gær: 241
Samtals flettingar: 383294
Samtals gestir: 43217
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 15:21:32