17.07.2010 19:55

Frábært veður á Bakkanum

Það var veðurblíða á Bakkanum í dag með heiðum himni en nokkurri golu eins og víða á suðvestur horninu. Hæst komst hitinn í 21.2 °C á Brimstöðinni kl.14:30. Mælir VÍ sýndi hámarkshita kl 15:00 21.3 °C og þýðir það nýtt dagsmet. Eldra dagsmetið var 21,2°C á þessum degi 2007. Mesti hiti í júlí var 27,5°C þann 30. árið 2008 ef frá er talið gildið 29,9°C frá 25. júlí 1924 sem er talið vafasamt. Heitast var á Þingvöllum í dag 24,1°C

Flettingar í dag: 1296
Gestir í dag: 247
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261586
Samtals gestir: 33874
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 21:00:07