01.07.2010 13:32
Veðráttan í júní
Ekki verður hægt að segja að júní mánuður hafi verið hlýr, fremur volgir dagar, því hitinn fór sjaldan yfir 15 gráður. Mesti hiti var 20,5 °C á Brimsstöðinni þann 23. júní. (Sama dag mældist á athugunarstöð VÍ á Eyrarbakka 21.9°C) Það byrjaði að rigna 10. júní og var væta flesta daga eftir það. Mesta 24. tíma úrkoma á Bakkanum var 13,8 mm þann 13. júní, en í heild 38.4 mm í mánuðinum. Vindar voru hægir og aðalega suðlægir. mesti vindur var þann 16. júni með 6.1 m/s. Á Jónsmessuhátíðinni 25.-27. var ágætis veður um 15°C og andvari og þurt eins og ætíð svo lengi sem hátíðin hefur verið við lýði.