23.06.2010 22:19
Blíðu veður á Bakkanum
Það var sólríkur dagur í dag og dagsmet slegið. Hitinn náði eldra dagsmeti um hádegi í dag og sló fljótlega út dagsmetið frá 2007 sem var 18°C. Hitinn hélt þó áfram að hækka undir kvöld og náði hámarki kl.20:00 þegar hafgolunni lyngdi. Þá var hitinn orðinn 21.9 °C á veðurstöð VÍ. Það er næst hæsti hiti sem mælst hefur á Eyrarbakka í júní, frá árinu 1957, en mesti júní hiti var 22.6°C þann 30. árið 1999. Aðeins var heitara á Þingvöllum í dag 22,3°C.