24.04.2010 14:59
Öskumóða yfir Stokkseyri
Nokkru meira öskufalls hefur gætt á Eyrarbakka frá í gær og er það vel greinilegt á hvítum diski. Öskumóða er nú þessa stundina út með ströndinni til vesturs og liggur yfir Stokkseyri út til hafs. Vindátt hefur verið hæg og sveiflast úr Austanátt í Suðaustan síðustu 3 klukkustundir. Bjart er yfir á Bakkanum,en móðan hamlar útsýni til hafsins. Hætt er við að móðan berist í meira mæli yfir þorpið.
Á morgun spáir veðurstofan allhvassri austanátt og rigning við suðurströndina, en annars hæg norðaustlæg átt og þurrviðri. Snýst í suðvestanátt í 3 km hæð. Gosaska berst til vesturs frá Eyjafjallajökli, en rigning yfir gossvæði dregur úr fjúki á yfirborðsösku. Öskumistur líklega yfir Suður- og Vesturlandi, þ.m.t. í Reykjavík, en gosaska gæti einnig borist til norðurs.
Iceland.pps