23.04.2010 22:21

Merkjanlegt öskufall

Minniháttar öskufalls frá eldstöðinni í Eyjafjallajökli var vart á Eyrarbakka um kvöldmatarleitið. Askan var merkjanleg í örlitlu magni á votum diski. Náði að sverta sérvettu ef strokið var með brúnum. Þá hafa fregnir borist um eitthvert öskufall í Hveragerði, en ekki eru upplýsingar um magn. Einhver aska féll einnig á Rángárvöllum. Öskumistur berst væntanlega á morgun til vesturs og norðvesturs frá eldstöðinni, jafnvel til Reykjavíkur, en ekki í miklum mæli segir í spá veðurstofunar.

Flettingar í dag: 799
Gestir í dag: 68
Flettingar í gær: 2255
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 505793
Samtals gestir: 48700
Tölur uppfærðar: 8.7.2025 19:37:32