18.04.2010 21:21

Veðráttan 12-18 apríl

Vel sást til Gosins í Eyjafjalljökli laugardaginn 17.apríl
Hiti var nokkuð stöðugur á milli 5 og 10°C fram til 16. apríl, en þá kólnaði snögglega. Mesti hiti10°C 12.apríl 9mm/24 16.aprílmældist þann 12 apríl 10°C en minsti hiti að morgni þess 17. -4.1°C

Mesti vindur var þann 16. SV 8.8 m/s og mesta hviða SV13.3 m/s sama dag. Stillulogn var um miðnætti 15.apríl.  Vindáttir hafa verið mest af Sunnan og Suðvestan framan af vikunni en síðdegis 16.apríl snerist til Norðvestanáttar þar til í nótt að snerist til Sunnan og Suðvestann með hægviðri.

Mesta úrkoma mældist 1.2 mm/klst þann 13. og15. en mesta 24 tíma úrkoma var 9mm þann 16. Heildarúrkoma í vikunni var 12,6 mm. Ekkert sást til eldstöðvanna í Eyjafjallajökli fyrr en síðdegis á föstudag, en útsýni var síðan mjög gott á laugardag. Ekkert sást í dag, en ágætlega ætti að sjást um hádegisbil á morgun mánudag. Flestir vorfuglarnir komnir, tjaldur og lóa.
Allar veðuruplýsingar eru fengnar frá veðurstöð BÁB.

Flettingar í dag: 678
Gestir í dag: 187
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260968
Samtals gestir: 33814
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:18:00