17.04.2010 18:33

Veðurstofan gerir spá um öskufall

Gríðarlegur öskustrókur berst frá eldstöðinni
Samkvæmt spá veðurstofunnar um öskufall fram á þriðjudag verður það mest suður undan Eyjafjöllum og virðist hættan varðandi öskufall í þéttbýli vera mest í Vestmannaeyjum.
Á veðurathugunarstöðvum er öskufall mælt reglulega og má finna upplýsingar frá veðurathugunarmönnum
hér. Á vef Veðurstofunar má jafnan  fá nýjustu spár um öskufall.

Ekki eru líkur á að aska berist til Eyrarbakka eða nágreni á næstunni m.v. óbreyttar langtíma veðurspár, eftir því sem BÁB. kemst næst, en líkurnar aftur á móti meiri að einhver aska berist í uppsveitirnar síðar í næstu viku ef öskugosið heldur sama dampi og verið hefur, en spáð er breytilegum áttum öðru hvoru í næstu viku.

Flettingar í dag: 996
Gestir í dag: 221
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261286
Samtals gestir: 33848
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:39:06