15.04.2010 23:48

Öskufall, svo að sporrækt var

Ásólfstaðir 1947Þegar Katla gaus 1918 þá sást bjarminn alla leið frá Akureyri. Öskufall var svo mikið þar sem víðar að sporrækt var á götum. Sveitirnar kringum Kötlu biðu mikið tjón af öskunni. Æsktu bændur þar, að mega flytja hesta sína af landi burt, en ræðismaður Breta í Reykjavík leyfði það ekki. Í Kötlugosinu sem hófst 11. maí 1721 var öskufallinu lýst svo: Þann 12 maí var bjart veður með litlu öskufalli og eins um næstu nótt.

"Þann 13 nær miðjum morgni enn dagmálum sló yfir þvílíku myrkri, að fólk í Skálholts sveitum mundi ei annað þvílíkt, og morgunsöngur í Skálholti var haldin við ljós. Þó gengu aldrei meiri stór brestir heldur en meðan þetta svarta myrkur yfir stóð, sem varaði allt til hádeigis, og ef maður rétti hendina útum dyr eða glugga, þurfti það litla stund að halda henni, áður hún fylltist af ösku".


Ekki ósvipað ástandinu og fyrir austan í dag.


Heimild. Fylkir 1919  Náttúrufræðingurinn 1955

Flettingar í dag: 12
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 2159
Gestir í gær: 262
Samtals flettingar: 262461
Samtals gestir: 33893
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 00:24:04