11.04.2010 14:46

Að liðnum vetri

Frá Eyrarbakkavegi við SelfossVeturinn gerði vart við sig í byrjun oktober síðastliðnum þegar fjallahringurinn klæddist hvítum kufli. Fyrsti snjórinn féll svo á Bakkanum 5. oktober og var það enginn smá skamtur, því morgunin eftir mældist 20 cm jafnfallin snjór. Það merkilega var að þessi snjór féll aðeins hér á ströndina og Reykjanesið. Fyrsti vetrarstormurinn kom svo þann 9.

Nóvember var mildur í fyrstu og oft gerðu falleg veður við ströndina. Í byrjun aðventu gerði snjóbyl mikinn með skafrenningi og hófst þannig jólamánuðurinn. Mesta frost vetrarins kom svo  30.desember, en þá mældist -16.6°C . Þann 9. janúar tók svo að hlýna verulega með suðlægum áttum og súld.

Undir lok febrúar gerði mikið fannfergi og þrumuveður, en þær vetrarhörkur stóðu stutt. Mars var í mildara lagi og oft hlýr, en einkenndist annars af "gluggaveðri" með norðan strekkingi, og annars fallegu veðri fram undir páska. Síðan hefur farið smám saman hlýnandi en jafnfarm vindasamt á köflum.

Flettingar í dag: 49
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 2159
Gestir í gær: 262
Samtals flettingar: 262498
Samtals gestir: 33901
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 01:07:04