29.03.2010 23:38
Eru Íslendingar illa klæddir
Ísland er vindasamt land og oft getur verið kalt í veðri þó hitamælirinn sýni annað, en þar koma til áhrif vindkælingar. Nýlega
var sagt frá manni sem fékk sér göngutúr upp á Fimmvörðuháls til þess að skoða gosið. Hann var illa búinn, klæddur í leðurjakka og strigaskó og lagði þar með líf sitt í hættu án þess að gera sér grein fyrir því. En það þarf ekki hálendi til, því fólk hefur orðið úti jafnvel í byggð. Vindkæling er samspil hitastigs og vindstuðuls sem í grófum dráttum er, að því meiri vindur og því lægra hitastig, því meiri vindkæling. Veðurstofan hefur ekki tekið upp fyrir reglu að gera vinkælingarspá, en þó bar svo við að það var gert í veðurfregnum fyrir skemmstu og því ber að fagna.