28.03.2010 23:00

Gluggaveður

Íslenski vindpokinnÞað er kallað "gluggaveður" þegar veðrið er fallegt og sólin skín án þess þó að viðri til útiveru. Þannig var veðrið hjá okkur um helgina. Hvöss norðanátt með vindhraða upp í 11 m/s og hviður upp í 15 m/s. Ekki var heldur hægt að hrópa húrra fyirr hitastiginu sem lafði undir 2°C þegar best lét. Ekki er gert ráð fyrir að dragi úr norðanáttinni fyrr en um páska, en þangað til má bara njóta veðursins út um gluggann.


Eyrarbakki BB










Á þessu grafi má hvernig hitistigið (rauða línan) reis upp fyrir frostmark um hádegi í dag og lúrði þar á undir nón.

Flettingar í dag: 5056
Gestir í dag: 276
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 448557
Samtals gestir: 46251
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 21:39:08