Það var hlýtt og gott veður í dag og fór hitinn í 11°C um hádegi. Það telst dagsmet, en eldra dagsmet var 10,5 þennan dag 2005. Mesti hiti sem VÍ hefur mælt hér í mars er 11.8°C og var það þann 31. 1965. Grasið er nú farið farið að grænka á Bakkanum, en framundan er kólnandi veður og hætt við að komi afturkippur í gróðurinn.