02.03.2010 00:39

Verzlun Guðlaugs Pálssonar

Guðlaugur PálssonÞann 4. desember 1917 fékk Guðlaugur Pálsson (f. Á Blönduósi 1896) leyfi til að reka verslun á Eyrarbakka. Áður en Guðlaugur hóf rekstur eigin verslunar hafði hann unnið við verslunarstörf í tvö ár hjá Sigurði Guðmundssyni kaupmanni á Eyrarbakka, en þá bauðst honum að kaupa verslunina. Fyrstu tvö árin rak Guðlaugur verslun sína í Kirkjuhúsi sem er skammt vestan við verslunarhúsið sem kent er við hann (Laugabúð),en leiguna fyrir Kirkjuhús greiddi Guðlaugur með póstferðum á Selfoss og til Stokkseyrar tvisvar í mánuði á vetrum og fjórum sinnum á sumrin. Árið 1919 keypti Guðlaugur Sjónarhól, þar sem hann rak verslun sína allt til síðasta dags. Í upphafi var verslun hans nær eingöngu vöruskipptaverslun, þar sem íbúar nærsveitanna lögðu inn kartöflur, ull ofl sem hann svo kom í verð í Reykjavík. Á síðari tímum var Laugabúð helsta aðdráttarafl ferðamanna á Eyrarbakka, enda búðin nánast óbreytt frá fyrstu tíð og ekki þótti það síður athyglisvert sú hátta kaupmannsins að nota ekki reiknivélar, heldu voru öll verð lögð saman í hugarreikningi með aðstoð blýants og kartonpappírs. Guðlaugur andaðist 1993, en í lifanda lífi var hann þjóðkunnur og handhafi fálkaorðu fyrir að helga sig verslunarstörfum nær alla sína starfsæfi, sem spannaði 76 ár fyrir framan búðarborðið. Kona hans var Ingibjörg Jónsdóttir frá Garðhúsum(d.1984)  Búðarborðið er til sýnis í Húsinu, en búðin stendur á sínum stað. Fyrir nokkrum árum lét Magnús K Hannesson gera húsið upp í sinni upprunalegu mynd. Í búðarglugga kaupmannsins má nú oft sjá ýmislegt bregða fyrir frá fornu fari.
 Verslun Guðlaugs Pálssonar um 1920

Heimild Morgunbl. 167 tbl 1978 versl.blað 62 tbl 1983 267 tbl 1987

Á þessum degi:1976 Hafrún ÁR 28 ferst út af Reykjanesi með 8 mönnum. Skipið var stálskip smíðað í Þýskalandi 1957. 1987 Vinna hefst við Óseyrarbrú.

Flettingar í dag: 1591
Gestir í dag: 254
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261881
Samtals gestir: 33881
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 21:21:11