10.02.2010 22:15

Glettur

Pálína Pálsdóttir í HraungerðiBergur í Kálfhaga var oft fljótur til svars og gamansamur í orðum. Hann varð maður gamall, en eltist vel. Eitt sinn er hann var kominn á efri ár, hitti hann kunningjakonu

sína, Pálínu Pálsdóttur frá Eyrarbakka, og sagði hún þá við hann: "En hvað Þú ert alltaf fallegur, Bergur minn, þó að þú eldist." Hann svaraði samstundis: "Það er von, væna mín. - Þetta er af svo miklu að taka."
Spaug
Flettingar í dag: 4767
Gestir í dag: 270
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 448269
Samtals gestir: 46245
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 20:55:33