23.01.2010 23:13

Sumarhiti í janúar

8,1°CÞað var víða hlýtt á Fróni í dag, sem dæmi var + 10,9°C á Skjaldþingstöðum og Mánárbakki með litlu minna, eða 10,2° og 9,7° voru í Bolungarvík sem telst frekar óvenjulegt á þessum árstíma. Hjá okkur á Bakkanum var líka hlýtt þó ekki næði þessum hæðum, en mest komst hitinn í 8,1°C og telst það dagsmet. Eldra er frá 1987 og 1992 með 7,2 °á þessum degi. Annars var hér frekar vætu og vindasamt í dag. 

Flettingar í dag: 4565
Gestir í dag: 267
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 448067
Samtals gestir: 46242
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 20:34:10