22.01.2010 16:54

Húsbrot og rupl í Rauðubúð

Vorið 1649 kom hér á Eyrarbakka skip eitt og þótti það ekkert óvenjulegt á þeirri tíð, enda skipakomu jafnan vænst með vorinu. Frá skipinu réru til lands 8 eða 9 strákar og sögðu mönnum að þeir ættu að sækja skreið. Við svo búið tóku þeir til hendinni og brutu upp glergluggana í danska húsinu (Rauðubúðum) og tóku helminginn af skreiðinni og fluttu til skips.

Matthias Söfrensson umboðsmaður á Bessastöðum hafði spurnir af þessum fréttum og sendi menn út á Eyrarbakka sem náðu að handsama þrjá af þessum strákum, en hinir piltarnir dvöldu á skipinu og vörðust þar yfirvaldinu um allnokkra hríð, en að lokum fór svo að yfirvaldið náði þeim öllum og tók skipið í sína vörslu.

Piltarnir voru síðan í gæslu böðulsins á Bessastöðum meðan mál þeirra voru í rannsókn. Foringi piltanna hét Marteinn. Honum tókst að losa sig úr járnum og strjúka frá Bessastaðaböðlinum og hélt norður fyrir jökul, þar sem hann komst um borð í enska duggu. Ekki fylgir sögunni hvað um hina varð, en giska má að þeir hafi ekki orðið langlífir.

Byggt á heimild: Fálkinn 16.tbl.1960 -Sjávarborgin. googleboks 

Flettingar í dag: 678
Gestir í dag: 187
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260968
Samtals gestir: 33814
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:18:00