21.01.2010 23:19

Hvass með köflum

HvassviðriÞað var víða óveður um sunnan og vestanvert landið í kvöld. Veðrið náði aðeins að litlu leyti inn á ströndina við Eyrarbakka um kvöldmatarleitið þegar vindur náði hámarki og sló í storm, eða 20,3m/s. Ein vindhviða náði þó 29,4m/s sem er all hressilegt. Dagsmet var í hitastigi kl.23 en þá mældist 7,8°C sem er 0,6° meira en þennan dag 2004.
Talsvert brimaði í dag og allmikill sjóreykur þegar bæta tók í vindinn. Brim verður áfram næstu daga.

Framundan er sunnanátt og hvasst með köflum. Svo er spurning hvað gerist með laugardaginn, en þá gæti gert stuttann hvell.

Flettingar í dag: 4565
Gestir í dag: 267
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 448067
Samtals gestir: 46242
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 20:34:10