18.01.2010 00:03

Dagsmet í úrkomu.

Óskaplega hefur ringt hér síðasta sólarhring og kemur því ekki á óvart að upp úr mælidalli veðurathugunarmannsins hafi komið töluvert vatnsmagn í morgun, en þá mældist 43 mm og telst það met fyrir þennan dag mánaðarins.Áður hafði mælst 25,0 mm þennan dag 2004 og 27,1 árið 1892. En met mánaðarins er hinsvegar mun meira, eða 107,5 þann 6. janúar árið 1947. En ef er talið frá árinu 1957 þegar mælingar voru öruggari og ábyggilegri þá hefur aldrei ringt viðlíka í janúar á einum sólarhring og á þeim síðasta.

Þennan dag 1991 gaus Hekla.

Flettingar í dag: 1296
Gestir í dag: 247
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261586
Samtals gestir: 33874
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 21:00:07