15.01.2010 22:46

Glettur

Vigfús bóndi Ófeigsson í Framnesi á Skeiðum, vildi vera reifur í kaupstaðarferðum eins og mörgum hinna gömlu bænda hætti til. En með því að hann var maður sparsamur, gat hann ekki dulið sig þess, að brennivínið dró út aura.

Nú var það, að hann var að kaupa sér brennivín hjá Einari borgara á Eyrarbakka og þótti verðið nokkuð hátt. "Það veit ég, að guð getur grátið yfir því, hvað brennivínið er dýrt hér", varð honum að orði. "Og ekki held ég, að hann gráti yfir því", svaraði Einar borgari og' glotti við tönn. "Svo mikið er vist", sagði Vigfús, "að ekki hlær hann að því".  emoticon

Tíminn 19.tbl.1964

Flettingar í dag: 996
Gestir í dag: 221
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261286
Samtals gestir: 33848
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:39:06