13.01.2010 21:30

Glettur

Sveinn silkivefari átti heima á Eyrarbakka. Ekki var hann í tölu ríkismanna, en var öðrum mönnum fremri við vefstólínn. Sveinn tók til sín stúlku úr átthögum sínum, Hvolhreppi í Rangárvallasýslu, og leið ekki á löngu, áður en hann hafði gert henni barn. Hreppsnefndinni leist ekki á þetta háttalag, og gerði hún silkivefaranum heimsókn. Sveinn vissi upp á sig skömmina og þótist þurfa að bera í bætifláka fyrir sig og stúlkuna:

"Fyrst lét ég hana sofa í beddanum", sagði hann, "og henni leiddist það, vesalingum. Þá lét ég hana sofa hælfætis, en þar kunni hún ekki við sig. Þá lét ég hana sofa uppi í til en þá gat ég ekki að mér gert."

Heimild: Tíminn 1.tbl 1964

Þennan dag:1975 Aftaka veður.

Flettingar í dag: 517
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 2761
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 583914
Samtals gestir: 52893
Tölur uppfærðar: 1.9.2025 05:08:42