06.01.2010 23:00

Vesturfarar

Myndin er búin til.Í kreppum fyrri tíma héldu margir íslendingar út í atvinnuleit rétt eins og um þessar mundir.

Saga Íslendingabyggðarinnar á Washingtoneyju í Michigan vatni USA  hófst á Eyrarbakka um 1865. Þá er á Eyrarbakka kaupmaðurinn Guðmundur Thorgrímsen og í þjónustu hans dani nokkur, William Wickman að nafni. Guðmundur studdi Wickman til ferðar vestur um haf til að kynnast landkostum. Wickman fer til Wisconsin og af einhverjum ókunnum ástæðum lendir hann á Washingtoneyju. Þar bjuggu þá aðallega Indíánar og nokkrar danskar og norskar fjölskyldur.

Mikil fiskveiði var þá í Michiganvatni og mun Wickman hafa skrifað um það heim til Eyrarbakka. Aldrei sneri hann aftur til íslands en ílentist á Washingtotieyju og bjó þar til dauðadags.

Árið 1870 flytjast svo fjórir einhleypingar frá Eyrarbakka til Washingtoneyjar og næstu ár þar á eftir er straumur íslendinga um Milwaukee til eyjarinnar m.a.14 frá Eyrarbakka 1872. Svo margir íslendingar fluttust á þessar slóðir á þeim árum að  níu árum eftir að Wickman fór vestur um haf, héldu íslendingar samkomu í Milwaukee til að fagna 1000 ára afmæli íslandsbyggðar árið 1874 og voru þar saman komnir um 200 manns.

Meðal þeirra Eyrbekkinga sem fóru til Washingtoneyju voru Teitur Teitsson, hafnsögumaður og faðir hans Teitur Helgason, Ólafur Hannesson, sonur Hannesar Sigurðssonar og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur á Litlu-háeyri. Björn Verharðsson, Sigurður Sigurðsson, Magnús Jónsson, Bárður Nikulásson og Þorgeir Einarsson.

Heimild: http://www.vesturfarinn.is/iwashisl.html Þjóðviljinn 219.tbl.1961

Þennan dag: 1966 komu hingað 20 færeyingar til að manna Bakkabátana.

Flettingar í dag: 1780
Gestir í dag: 255
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 262070
Samtals gestir: 33882
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 21:42:12