30.12.2009 22:32
Mesta frost vetrarins
Töluvert frost hefur verið hér í dag og hvað mest í kvöld -16.6°C sem er dagsmet.
Eldra dagsmet var -14,4°C þennan dag 1961. Desembermetið er hinsvegar -19,8°C þann 13 dag mánaðarins frá árinu 1964. Eflaust verða margir til að spyrja hvað orðið hefur um gróðurhúsaáhrifin og loftslagsbreytingarnar, því svipaðar frosthörkur ganga nú yfir norðurlöndin og víðar, t.d. er núna -17°C í Kristianssand í Noregi og -15°C í Nyköping í Svíþjóð, en búist er við meiri frosthörkum þar um slóðir næstu daga. En kanski er merkilegt að aðeins skuli vera - 5° frost á Svalbarða á sama tíma og vetrarhörkur eru hér töluvert sunnar.
En hjá okkur er spáð björtu áramótaveðri N 5 m/s og -2°C