29.12.2009 14:01

Vatnagarður tekinn niður

Vatnagarðurþessa dagana er verið að rífa Vatnagarð, en húsið fór illa í Suðurlandsskjálftanum 29. maí 2008. Vatnagarður er 7. húsið sem rifið er á Bakkanum af þessum sökum. Húsið er holsteinshús eins og flest þau hús sem skemdust í hamförunum. Vatnagarður hefur sennilega verið byggður seint á 4. eða snemma 5. áratug síðustu aldar. Fyrrum eigendur hússins voru Gróa Jakopsdóttir formaður S.V.F.Í á Eyrarbakka og Steinn Einarsson. Einn tilkomumesti rósagarður  þorpsins og þó víðar væri leitað var við Vatnagarð á þeirri tíð.

Suðurlandsskjálftar. (30.5.2008 00:29:07)

Flettingar í dag: 492
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 2255
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 505486
Samtals gestir: 48699
Tölur uppfærðar: 8.7.2025 14:51:31