07.11.2009 23:00
Fallegt veður
Það var æði fallegt veðrið í dag eins og sést á þessum myndum sem teknar voru við Ölfusárósa. Skýið á myndinni sem lítur út eins og geimskip er þó hvorki ský né geimskip, heldur gufustrókur frá Hellisheiðarvirkjun.
Óseyrarbrúin tengir ströndina við Þorlákshöfn og höfuðborgarsvæðið. Um hana fer töluverður fjöldi bíla á hverjum degi.
Í dag var dægurmet í hita á Bakkanum þegar hitinn náði um stutta stund í 10.6°C, en áður hefur verið mest 10°C á þessum degi, en það var árið 2003. það vantaði aðeins 0,1°C til að jafna mánaðarmetið frá 6.10.1995.
Skrifað af oka
Flettingar í dag: 996
Gestir í dag: 221
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261286
Samtals gestir: 33848
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:39:06