14.09.2009 23:08

Silfurgrár er september

LægðagangurMeð súld og brimasöng í dag. Það gekk á með hvössum vindhviðum og skúraleiðingum um hádegið og náði ein hviða stormstyrk, eða yfir 20 m/s, en þessu leiðindaveðri veldur lægð milli Íslands og Grænlands. Önnur lægð er að búa sig undir heimsókn, en hún er nú yfir Nýfundnalandi og ansi myndarleg og með nóg af rigningu.

Á þessum degi: 1957 Plastiðjan H/F tók til starfa á Eyrarbakka.

Flettingar í dag: 755
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 1863
Gestir í gær: 241
Samtals flettingar: 381699
Samtals gestir: 43195
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 00:28:28