12.09.2009 21:40

Fólk og fénaður

Tungnaréttir í dag
Það voru víða réttir í dag og hvorki fólk né fé létu á sig fá þó súldin slæddist yfir öðru hvoru. Hér eru þeir bræður Hákon og Jói í Tungnaréttum , en þar hefur fé fjölgað hin síðustu ár því ekki er ýkja langt síðan mest allt fé Tungnamanna var skorið niður vegna riðu.
 Á Bakkanum hefur brimið tekið völdin síðustu daga og hefur það færst heldur í aukana, enda má nú heyra brimsifoníuna leikna af mikilli list þeirra ægis dætra.

Á þessum degi: 2007 var mesta úrkoma sem mælst hefur hér í september, 75 mm.

Flettingar í dag: 206
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 1863
Gestir í gær: 241
Samtals flettingar: 381150
Samtals gestir: 43190
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 00:07:28