27.08.2009 23:50

Brim 2 á Nielsenkvarða

Í dag tók að brima á Bakkanum eftir langt hlé. Peter Nielsen veðurathugunarmaður (1880 til 1911) og faktor í Húsinu á Eyrarbakka athugaði sjólag flest árin þrisvar á dag (kl 8, 14 og 21 (9,15 og 22 skv. okkar tíma). Hann skipti sjólagi sem hann kallaði (brænding = brim) í 7 flokka 0 - 6 á eftirfarandi hátt 
 

Styrke 0 : Aldeles slet Sö, der sees ingen Brændning paa Skærene (Al sléttur sjór, ekkert brim sést á skerjunum)

 

Styrke 1 : Rolig Sö. Brænding paa Skærene flere steder (Rólegur sjór, en brim á nokkrum stöðum)

 

Styrke 2 : Brydning overalt mod Skærene, men ikke paa Sundene (Brim-brot- fyrir öllum skerjum, en ekki á sundinu)

 

Styrke 3 : Brydning overalt, ogsaa paa Sundene for det meste; dog kan det ofte lykkes for aabne Fiskebaade at smutte ind gjennem Brændningen, ved at afvente smaa Ophold mellem Söerne, især omkring Höjvande (liggja til laga). (Brim-brot- alstaðar og á mest öllu sundinu. Oftast mögulegt fyrir opna fiskibáta að skjóta sér í gegnum brimið með því að sæta lagi á flóði.)

 

Styrke 4 : Uavbrudt Brænding overalt. Ind og Udsejling standset, i al Fald for aabne Baade og mindre Motorbaade. (Óbrotið brim yfir öllu. Inn og útsigling varasöm, í öllu falli fyrir opna báta og minni mótorbáta.)

 

Styrke 5 : Voldsom Brænding; Söerne brydes mod Sögerdet (Stórbrim, brimaldan brotnar að sjógarði)

 

Styrke 6 : Endnu voldsommere Brænding. Söerne gaar over Sögerdet og langt ind paa Land.(Ofsabrim, brimaldan gengur yfir sjógarð -gamla- og langt upp á land.)

Heimild: Trausti Jónsson veðurfr.
þýðing: OKA

Flettingar í dag: 678
Gestir í dag: 187
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260968
Samtals gestir: 33814
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:18:00