24.08.2009 13:00

Bill missir afl

Ofurstormurinn BillUm kl. 9 í morgun var Bill staddur 305 km. NA af Cape Race á Nýfundnalandi og stefnir ANA á 69 km/klst og mun auka hraðann á næstu 1 til 2 dögum. Vindhraðinn er nú 110 km/klst, en með hvassari hviðum. Gert er ráð fyrir að stormurinn veikist frekar á næstu dögum. Bill er nú skilgreindur sem mjög öflugur stormur 980 mb. með ofsaveðri á köflum og verður svo næstu tvo daga. Veðuráhrif stormsins ná nú 510 km. út frá miðju hans.

Flettingar í dag: 206
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 1863
Gestir í gær: 241
Samtals flettingar: 381150
Samtals gestir: 43190
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 00:07:28