14.06.2009 18:38

Fólkið frá Flóagaflshverfi - Valdakot

Flóagaflshverfi (rauður depill)

 

Valdakot í Flóagaflshverfi stóð skammt norðan Hallskots og hafði verið í ábúð a.m.k.  frá aldamótunum 1800 en þá bjó þar maður er Helgi hét. Jörðin var oft erfið vegan flóða og klakaburðar úr Ölfusá. 1876 bjó í Valdakoti  Vigfús Jónsson bóndi og sjómaður við fremur kröpp kjör. Um skamma hríð 1883 bjó þar þórunn Jónsdóttir frá Kirkjubæjarklaustri ásamt syni sínum Olgeiri og barnabarni Þórunni Gestsdóttur, en eftir það bjó  Jón Þorsteinsson bóndi og kona hans Þuríður Árnadóttir í Valdakoti fram til 1896 er Suðurlandsskjálftar gengu yfir og bæjarhúsin hrundu. Lagðist jörðin þá í eiði, en fjölskyldan flosnaði upp og stóð alslaus eftir. Var börnum komið í fóstur vítt og breytt.  Eftir aldamótin1900 keypti Eyrarbakkahreppur jörðina undir slægjulönd.

 

 

 

Heimildir: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1884  Morgunblaðið , 74. tölublað 1984   Þjóðólfur 29. tölublað 1877  ofl.

Flettingar í dag: 2069
Gestir í dag: 258
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 262359
Samtals gestir: 33885
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 22:03:21