11.01.2009 21:27

Bræðrafélagið Eyrarrós

Bindindisfélagið Eyrarrós var stofnað árið 1885 af Bjarna Pálssyni organista frá Götu, en formaður þess var Sigurður Eiríksson-regluboði. Félag þetta náði allmiklum viðgangi þar til vorið 1886 að hugmyndir urðu um að gera það að Good-Temlarastúku en félagsmenn voru þá orðnir um hundrað talsins. Þessar hugmyndir hlutu ekki góðan róm meðal flestra félagsmanna, enda fór það svo að þorri þeirra gekk úr bindindi. Það urðu því aðeins fáeinir sem gengu í nýstofnaða Good-Temlara-Reglu. Haustið 1886 voru aðeins 17 meðlimir eftir í Bræðrafélaginu, en félagið náði þó að rétta úr kútnum og árið 1887 höfðu félagsmönnum fjölgað og taldi félagið þá 80 meðlimi.

 

Þá um haustið byggði félagið samkomuhús sem var 12 álnir að lengd og 8 álnir að breidd og 4 álnir til lofts. Þrír gluggar voru á húsinu og var það allt járnklætt og kostaði það fullfrágengið 800 kr. Hús þetta gekk svo lengi undir nafninu Bræðrafélagshús og var fyrsta félagsheimili Eyrbekkinga.

Heimild:Íslenski good-templar 01.10.1987
 

Flettingar í dag: 678
Gestir í dag: 187
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260968
Samtals gestir: 33814
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:18:00