26.11.2008 16:00

Þjóð í vomum- stutt söguskýring

Það var sagt að sjómenn væru í vomum þegar þeir biðu þess að öldur lægðu og brimið gengi niður svo þeir gætu ýtt skipum sínum úr vör og haldið til sjós. Nú er þjóðin í vomum og bíður þess að brimalda kreppunar gangi niður. Í þessu vomi er ekki við goðin að sakast heldur græðgi þeirra sem komust goðum næst í vitund þjóðarinnar. Þessir menn reyndust nú vera vömm allra goða og manna eins og Loki Laufeyjarson og afkvæmi þeirra eftir því óhugguleg.

 

Upphaf ófarana má rekja til kvótakerfisins sem í núverandi mynd varð til árið 1990 og allar götur síðan hafa skuldir sjávarútvegs vaxið mikið að krónutölu. Þá hafa útvegsfyrirtækin átt hægara með að fá lán þar sem fjármálastofnanir höfðu nú

tryggari veð fyrir lánum en nokkurn tíman áður þekktist. Í kjölfarið gengu útgerðir kaupum og sölum og störfum fækkaði. Sægreifarnir svokölluðu komu nú til sögunar með fullar hendur fjár. Arður þjóðarinnar var tekin út úr greininni og krafan var að bankar þjóðarinnar yrðu seldir einkaaðilum svo þeir gætu keypt eða gleypt í valdi kvótagullsins.

 

Þáverandi ríkistjórnarflokkar mökkuðu nú með sínum flokkseigendaklíkum um hvernig mætti koma þessu þannig fyrir og með hvaða rökum væri hægt að láta þjóðina trúa því að þetta væri henni til heilla. Nú urðu til hópar svokallaðra "fjárfesta" sem fengu að kaupa bankanna og Matadorspilið hófst. Þá urðu til fjárfestinga og eignarhaldsfélög sem mynduðu krosseignatenglsl, einskonar kóngulóarvef og í þessu fólst mikið vald yfir fjármálageiranum. Afkvæmi þeirra, svokallaðir "Útrásarvíkingar" komu til sögunar og fjárfestu um víðan völl með velvild í gegnum bankana sína. Pappír var búin til og innlánseigendum finnast þeir plataðir. Var útrásin fjármögnuð með lánum og loftpeningum? er spurt á hverju götuhorni. Bólan stækkaði og stækkaði og sprakk að lokum framan í núverandi ríkistjórnarflokka sem höfðu ákveðið s.l.vor þegar allt stefndi á hliðina, að besta ráðið væri að gera ekki neitt. Þjóðin missti þar af tækifærinu til að safna í kornhlöður sínar, því látið var sem ekkert væri að og engu að kvíða. Þeir sem vöruðu við voru bara öfundsjúkir vitleysingar sem ekkert vit höfðu á íslenska fjármálaundrinu.

 

takast á hin skapandi öfl í mynd goðanna og tortímingaröflin í líki jötna og óvætta. það eru ragnarök. Við horfum framan í Fernisúlfinn, atvinnumissi, verðbólgu og gjaldþrot. Geir nú Garmur mjög og þursameyjar þý. Miðgarðsormur skríður á land og goðin hafa verið vakin, þjóðin rís upp og beislar gandinn á þvottardegi. Það eru ragnarök.

Flettingar í dag: 678
Gestir í dag: 187
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260968
Samtals gestir: 33814
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:18:00