01.10.2008 13:34

Seint mun hrafninn hvítur verða.

krummiKrummi er kominn og með krúnki sínu boðar hann til vetrar og segir að brátt muni snjóa í heiði. Nátthrafnar íslands krúnka sig líka saman fjarri kastljósi fjölmiðlanna og reyna að bjarga útrásinni sem virðist vera farinn í hundana. Fyrsta frostnóttin liðin og blessuð sólin skín hér á Bakkann og blessar mannana börn sem ekki þurfa að fóðra hunda sína á verðbréfum. Bæði veður og efnahagsspár gera ráð fyrir að það andi köldu enn um sinn og einkum um nætur. Á meðan situr krummi hátt og bíður síns hrútshaus og gæru skinns.

Flettingar í dag: 845
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 2255
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 505839
Samtals gestir: 48703
Tölur uppfærðar: 8.7.2025 19:58:59