10.09.2008 12:43
Rignir fram að jólum?
Það bendir margt til þess að við munum búa við vætutíð næstu vikurnar a.m.k. Veðurstofur gera ráð fyrir suðlægum áttum á næstu misserum og votviðri. Hitafar mun lítið breytast frá því sem nú er og talsvert langt í Frosta gamla. Þessu ástandi valda háþrýstisvæði við Asoreyjar og Skandinavíu en þó telja menn að lægðagangur hér verði ekki eins hressilegur og í fyrrahaust þannig að flesta daga mun verða hægviðrasamt og skiptast á með rigningu skúrum og þokusúld fram í oktober en svo getum við farið að búst við stöku stormviðrum eftir því sem lengra líður að vetri.
Leifarnar af fellibylnum Hönnu eru nú við Bretlandsstrendur og veldur þar hvassviðri og ausandi rigningu. Gert er ráð fyrir að Hanna litla banki svo á dyrnar hjá Hornfyrðingum á föstudag, en þá verður hún máttvana og úr henni allur vindur.