30.07.2008 18:21
27,5°C Algjört met!!!
Það var metdagur í dag hvað hitastigið varðar. Kl. 6 í morgun var kominn 16 stiga hiti og hækkaði hitinn með hverri klukkustundinni þar til hámarkinu var náð kl.14 en þá sýndi hitamælir veðurstofunar á Eyrarbakka 27,5°C og hitinn orðinn óbærilegur. Skömmu síðar kom hafgolan og gerði lífið léttbærara með temmilegri hita eða um 24 stig. Þetta er því heitasti dagur sumars og sá heitasti dagur í júlí frá því 1957 og jafnvel frá því mælingar hófust á Bakkanum ef frá er talið árið 1924 (sjá fyrra blogg).
Enn var heitast á landinu á Þingvöllum en þar komst hitinn í 29,3 stig.