29.07.2008 17:51
23.7°C í dag
það var heitt á Bakkanum í dag þó það væri hálfskýjað og dálítil hafgola síðdegis. Kl.14 var kominn tæplega 24 stiga hiti en svo kólnaði nokkuð með hafgolunni. Þetta er því heitasti dagur júlímánaðar og heitasti dagur á þessu sumri. Þar að auki er um dags hitamet að ræða varðandi þennan tiltekna dag. Mesti hiti sem mælst hefur á Eyrarbakka í júlí samkv.mælingum frá 1957 var árið 2003 en þá mældist 25°C þann 18.júlí.
(Hitametið 29,9°C frá 25. júlí 1924 er talið vafasamt af veðurstofu Íslands og því ekki talið til staðfestra hitameta.)
Mesti hiti Sunnanlands í dag var 26,9°C á Þingvöllum kl.17.